Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 11. janúar 2024 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Anton Söjberg rifti við HK (Staðfest) - „Ekki heiðarlegt miðað við öll samtölin"
Kom frá Danmörku í sumarglugganum.
Kom frá Danmörku í sumarglugganum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kom í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum að danski framherjinn Anton Söjberg yrði ekki með HK í sumar. Fótbolti.net ræddi við Ómar Inga Guðmundsson sem er þjálfari HK og var hann spurður út í Anton.

„Hann verður ekki með okkur í sumar, ég get staðfest það. Hann sagði upp samningnum sínum við okkur í desember," sagði Ómar.

Kom það á óvart?
„Já, virkilega. Ekkert af mínum samtölum við hann eða hans fólk eftir tímabilið gaf í skyn að þetta gæti farið svona."

Skilurðu hans ástæður?
„Nei, í rauninni ekki, ekki þær ástæður sem verða til þess að hann riftir samningnum. Báðir aðilar voru með klásúlu. Við tókum hann í glugganum, ef hann hefði ekki spilað nóg fyrir okkur eða liðið hefði fallið, þá hefðum við getað sagt upp samningnum. Hann var opinn með það að hann væri að koma dálítið lítill í sér eftir samskipti sín við fyrrum þjálfara og fyrrum klúbb. Hann vildi hafa klásúlu um það að ef Ísland væri ekki réttur staðurinn fyrir hann; sér liði ekki vel hér, þá gæti hann losnað til þess að komast aftur heim til Danmerkur."

„Hann getur skipt í annað lið á Íslandi en það mun kosta hann töluvert af því að klásúlan var í raun eingöngu fyrir hann til þess að komast aftur heim. Hann getur fengið félagaskipti til Danmerkur en það er ákveðin upphæð sem hann þarf að greiða okkur til baka ef hann nýtir klásúluna til þess að skipta um lið hér innanlands."

„Hann notaði þessa klásúlu til þess að segja upp samningnum sínum, en á sama tíma sendi hann okkur drög að nýjum samningi. Hann hafði áhuga á því að vera hér áfram. Eins og ég sagði áðan þá gerði ég ekki ráð fyrir neinu öðru en að hann hefði áhuga á að vera hér, en hann hafði tækifæri á að segja upp samningnum sem hann gerði. Hann var tilbúinn að vera áfram ef við værum tilbúnir að hækka launin hans dálítið og bjóða honum upp á að geta skipt um lið aftur í næsta glugga algjörlega skilyrðislaust."

„Það er eitthvað sem ég og stjórnin sögðum að gæti alls ekki gengið. Við ætluðum ekki að fara treysta á leikmann sem vildi hafa möguleikann á því að geta gengið út úr verkefninu, sama hvert það yrði, í sumarglugganum,"
sagði Ómar.

Ertu ósáttur við hann, finnst þér þetta léleg vinnubrögð?
„Hann veit alveg að við erum ekki sáttir við þetta. Okkur fannst við standa allt sem við sögðum þegar hann samdi við okkur; að hann fengi að spila og hvernig við spiluðum. Okkur fannst hann vera gott 'fit' og honum leið vel. Klásúlan var sett fyrir ákveðin atvik, en að nota hana til þess svo að biðja okkur um að hækka launin sinn og breyta klásúlunni í að hann gæti labbað út aftur seinna; á miðju tímabili. Það er ekki heiðarlegt miðað við öll þau samtöl sem við áttum," sagði Ómar.

Söjbjerg er 23 ára örvfættur Dani sem kom til HK frá Vendsyssel í ágúst. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í níu leikjum með HK.

   23.08.2023 11:00
Valdi HK fram yfir Vendsyssel - „Passaði fullkomlega"

   31.08.2023 13:00
Ný stjarna HK: Líður eins og ég geti gengið á vatni

Athugasemdir
banner
banner
banner