Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 11. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Strachan látinn fara?
Mynd: Getty Images
Skoska knattspyrnusambandið ætlar að halda fund á fimmtudaginn.

Samkvæmt heimildum Sky Sports verður fundarefni hvort Gordon Strachan verði leyft að halda áfram sem landsliðsþjálfari Skotlands.

Strachan er samningsbundinn skoska knattspyrnusambandinu fram í nóvember, en hann mætir ekki á fundinn.

Skotland verður ekki á meðal þáttökuþjóða á HM í Rússlandi næsta sumar. Þeir lentu í þriðja sæti í riðli F, á eftir Slóvakíu og Englandi, og misstu af því að komast í umspilið um sæti á mótinu.

Eftir síðasta leikinn gegn Slóveníu í undankeppninni lét Strachan mjög svo áhugaverð ummæli falla.

„Genalega séð erum við á eftir. Í síðustu undankeppni vorum við
næstlávaxnastir á eftir Spáni,"
sagði hann. „Kannski getum við fengið hávaxnar konur og menn til að vera saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner