Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 13. apríl 2014 10:55
Fótbolti.net
Lengjubikar - C-deild: Kristinn Aron skoraði sex mörk
Kristinn Aron Hjartarson með öðrum markaskorara, Robbie Fowler... og grínkallinum Darren Farley.
Kristinn Aron Hjartarson með öðrum markaskorara, Robbie Fowler... og grínkallinum Darren Farley.
Mynd: Úr einkasafni
Leikið var í C-deild Lengjubikars karla um helgina.

Elliði vann sigur í Akraneshöllinni og er í öðru sæti í riðli-1, þremur stigum á eftir Berserkjum sem slátruðu Stál-úlfi 11-0 á föstudag.

Í riðli-2 er KFS á toppnum fyrir lokaleik gegn Víði sem er úrslitaleikur um að komast áfram. KFS nægir jafntefli í þeim leik.

Kristinn Aron Hjartarson skoraði sex mörk fyrir Grundarfjörð sem er með sex stig í öðru sæti riðils-3. Álftanes er á toppnum með fullt hús eftir fjóra leiki.

Kári/Skallagrímur 1 - 5 Elliði
0-1 Bjarki Freyr Sigurðsson
1-1 Guðni Albert Kristjánsson
1-2 Páll Pálmason
1-3 Ingvar Haraldsson
1-4 Páll Pálmason
1-5 Páll Pálmason

Víðir 2 - 2 Þróttur Vogum
1-0 Tómas Pálmason
1-1 Davíð Arthur Friðriksson
1-2 Emil Daði Símonarson
2-2 Garðar Sigurðsson

Kóngarnir 0 - 8 KFS
*Gauti Þorvarðarson með þrennu.

Grundarfjörður 8 - 0 Snæfell
Mörk: Kristinn Aron Hjartarson 6, Ragnar Smári Guðmundsson, Marc Braun.

KB 3 - 4 Álftanes
1-0 Stefán Ingi Gunnarsson
1-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson
1-2 Guðbjörn Alexander Sæmundsson
2-2 Andri Stefánsson
2-3 Andri Janusson
2-4 Magnús Einar Magnússon
3-4 Andri Stefánsson
Athugasemdir
banner
banner