Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 15. febrúar 2018 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Timo Werner að slá Napoli út
Napoli þarf að skora þrjú á útivelli til að detta ekki út.
Napoli þarf að skora þrjú á útivelli til að detta ekki út.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann og Saul Niguez voru meðal markaskorara Atletico Madrid í Kaupmannahöfn í dag.

Heimamenn komust yfir með marki frá Viktor Fischer snemma leiks en Saul var búinn að jafna sex mínútum síðar og áttu heimamenn ekki mikla möguleika eftir það.

Timo Werner skoraði tvö í góðum sigri RB Leipzig gegn Napoli, sem tefldi fram varaliði og verðskuldaði að tapa á heimavelli.

Svipaða sögu er hægt að segja af Lazio sem mætti til leiks með veikburða byrjunarlið og tapaði fyrir Steaua Bucharest í Rúmeníu.

Lyon hafði betur í fjörugum leik gegn Villarreal og var Brendan Rodgers óheppinn að hans menn í Celtic hafi ekki unnið stærra gegn Roberto Mancini og lærisveinum hans í Zenit frá Pétursborg.

Callum McGregor gerði eina mark leiksins fyrir Celtic eftir glæsilega stoðsendingu frá Charly Musonda.

Napoli 1 - 3 RB Leipzig
1-0 Adam Ounas ('52)
1-1 Timo Werner ('61)
1-2 Bruma ('74)
1-3 Timo Werner ('93)

Kaupmannahöfn 1 - 4 Atletico Madrid
1-0 Viktor Fischer ('15)
1-1 Saul Niguez ('21)
1-2 Kevin Gameiro ('37)
1-3 Antoine Griezmann ('71)
1-4 Vitolo ('77)

Lyon 3 - 1 Villarreal
1-0 T. Ndombele ('46)
2-0 Nabil Fekir ('49)
2-1 Pablo Fornals ('63)
3-1 Memphis Depay ('82)

Steaua Bucharest 1 - 0 Lazio
1-0 H. Gnohere ('29)

Celtic 1 - 0 Zenit
1-0 Callum McGregor ('78)

AEK 1 - 1 Dynamo Kiev
0-1 V. Tsygankov ('19)
1-1 A. Ajdarevic ('80)

Partizan Belgrad 1 - 1 Viktoria Plzen
1-0 L. Tawamba ('58)
1-1 R. Reznik ('81)
Rautt spjald: M. Mitrovic, Partizan ('85)
Athugasemdir
banner
banner