Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 15. febrúar 2018 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Faxaflóamótið: Bergdís setti þrennu á níu mínútum
Bergdís Fanney átti magnaðan leik.
Bergdís Fanney átti magnaðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 6 - 3 Keflavík
0-1 Viktoría Sól Sævarsdóttir ('3)
1-1 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('4)
1-2 Sveindís Jane Jónsdóttir ('11)
2-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('13)
3-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('20)
4-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('22)
4-3 Sveindís Jane Jónsdóttir ('39)
5-3 Karen Þórisdóttir ('55)
6-3 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('77)

ÍA fékk Keflavík í heimsókn í Akraneshöllina í Faxaflóamótinu í kvöld.

Leikurinn fór ótrúlega fjörlega af stað og voru sex mörk skoruð á fyrstu 22 mínútunum.

Gestirnir frá Keflavík komust tvívegis yfir áður en Bergdís Fanney Einarsdóttir gerði þrennu á níu mínútum og breytti stöðunni í 4-2.

Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sitt annað mark fyrir Keflavík skömmu fyrir leikhlé og munaði því aðeins einu marki þegar liðin héldu til búningsklefa.

Karen Þórisdóttir kom inn í hálfleik og skoraði tíu mínútum síðar fyrir heimamenn og fullkomnaði Bergdís svo fernuna til að innsigla 6-3 sigur Skagakvenna.

ÍA er með sex stig eftir tvær umferðir og eru Keflvíkingar stigalausir. ÍA á næst leik við Tindastól á meðan Keflavík mætir Gróttu.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner