Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 15. mars 2018 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Arsenal sannaði sig - Dortmund og Lyon úr leik
Mynd: Getty Images
Þrjú stórlið duttu úr Evrópudeildinni í kvöld og mikil spenna er fyrir 8-liða úrslitin.

Milan byrjaði vel gegn Arsenal á Emirates og komst yfir með marki frá Hakan Calhanoglu. Tyrkinn skoraði með góðu langskoti, en Danny Welbeck fékk vítaspyrnu og jafnaði úr henni sjálfur skömmu síðar.

Bæði lið komust nálægt því að bæta við marki en heimamenn voru betri og komust yfir með marki frá Granit Xhaka. Gianluigi Donnarumma í marki Milan átti að verja, en gerðist mistök og varði boltann í eigið net.

Welbeck gerði þriðja mark Arsenal undir lokin og sendir Wenger skýr skilaboð til næstu andstæðinga.

Salzburg sló þá Borussia Dortmund óvænt úr leik eftir 2-1 sigur í Dortmund. Leikurinn í Salzburg var opinn og jafn en hvorugu liði tókst að skora.

CSKA Moskva kom þá öllum á óvart og sló Lyon úr leik. Lyon hafði unnið fyrri leikinn 1-0 í Moskvu en Rússarnir voru ekki á því að gefast upp og skoruðu þrjú mörk á útivelli.

Sporting CP sló þá Viktoria Plzen út í framlengingu. Rodrigo Battaglia gerði sigurmark Sporting á 105. mínútu.

8-liða úrslit:
Arsenal
Atletico Madrid
CSKA Mosvka
Lazio
Marseille
RB Leipzig
RB Salzburg
Sporting CP


Arsenal 3 - 1 Milan (5-1 samanlagt)
0-1 Hakan Calhanoglu ('35)
1-1 Danny Welbeck ('39, víti)
2-1 Granit Xhaka ('71)
3-1 Danny Welbeck ('86)

Salzburg 0 - 0 Borussia Dortmund (2-1 samanlagt)

Lyon 2 - 3 CSKA Moskva (3-3 samanlagt)
0-1 A. Golovin ('39)
1-1 M. Cornet ('58)
1-2 A. Musa ('60)
1-3 P. Wernbloom ('65)
2-3 M. Diaz ('71)

Viktoria Plzen 2 - 1 Sporting (2-3 samanlagt)
1-0 M. Bakos ('6)
2-0 M. Bakos ('64)
2-1 R. Battaglia ('105)
Athugasemdir
banner
banner