Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 15. apríl 2015 09:17
Elvar Geir Magnússon
Klopp hættir - Fréttamannafundur hjá Dortmund
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp er að hætta sem þjálfari Borussia Dortmund samkvæmt þýskum fjölmiðlum. Stórliðið hefur boðað til fréttamannafundar í hádeginu, 11:30 að íslenskum tíma.

Sagt er að Klopp hafi farið fram á að losna undan samningi sínum sem á að gilda til 2018 og ætli að hætta eftir tímabilið.

Yfirstandandi tímabil hefur verið erfitt fyrir Dortmund sem var í fallsæti um áramótin en hefur náð að lyfta sér upp í miðja töfluna. Fyrir tímabilið var búist við liðinu í baráttu um Þýskalandsmeistaratitilinn.

Sagt er að Klopp telji sig vera kominn á endastöð með Dortmund eftir sjö ár hjá félaginu. Hann hefur tvívegis gert liðið að Þýskalandsmeisturum og einu sinni bikarmeisturum.

Klopp hefur lengi verið orðaður við stórastörf á Englandi en samkvæmt heimildum Bild ætlar hann að taka sér smá frí frá boltanum og safna kröftum. Hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á því að starfa í ensku úrvalsdeildinni einn daginn.

Talið er að Thomas Tuchel muni taka við Dortmund fyrir næsta tímabil en hann tók einmitt við Mainz af Klopp á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner