Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 16. mars 2017 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Við eigum marga óvini
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Við vorum hræddir við framlengingu. Þetta var erfiður leikur," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 1-0 sigur á Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Sigurinn fleytti Man Utd áfram í næstu umferð, en Mourinho kvartaði yfir leikjaálagi eftir leikinn í kvöld.

„Við eigum marga óvini. Venjuega þá væru óvinirnir Rostov, en við eigum marga óvini. Það er erfitt að spila á mánudegi með 10 leikmenn, það er erfitt að spila núna, það er erfitt að spila á hádegi á sunnudegi. Við eigum marga óvini," sagði Mourinho.

„Margir myndu segja að við hefðu mátt að skora fleira af mörkum, en margir hlutir eru á móti okkur. Strákarnir eru stórkostlegir strákar. Við munum líklega tapa leiknum á sunnudaginn; þreyta kostar sitt."

Mourinho var spurður út í tap nágranna United, Man City, í Meistaradeildinni í gær. City tapaði 3-1 gegn Mónakó og féll úr leik í Meistaradeildinni, en Mourinho segir þetta slæm tíðindi.

„Ég er mjög vonsvikinn. Ég er ekki að gera grín að þessu. Ég finn fyrir þessu. Þetta er slæmt fyrir okkur af mörgum ástæðum," sagði Mourinho.

„Öll fimm liðin fyrir framan okkur í ensku úrvalsdeildinni, ekkert af þeim er að spila í Evrópukeppni. Þau vita ekki hvað þreyta er," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner