Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 16. apríl 2015 09:35
Magnús Már Einarsson
Falcao til Liverpool í stað Balotelli?
Powerade
Falcao er orðaður við Liverpool.
Falcao er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
James Milner gæti samið við Arsenal.
James Milner gæti samið við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er alls konar slúður í ensku blöðunum í dag. Kíkjum á það helsta.



Chelsea ætlar að selja Oscar í sumar en Juventus hefur áhuga á honum. Enner Valencia framherji West Ham og Diego Godin varnarmaður Atletico Madrid eru á óskalista Chelsea. (Daily Mirror)
Arsenal gæti þurft að bjóða hinum 29 ára gamla James Milner fjögurra ára samning til að krækja í hann frá Manchester City. (London Evening Standard)

Liverpool ætlar að losa sig við Mario Balotelli til að fjármagna kaup á Radamel Falcao frá Monaco í sumar. (Daily Star)

Hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne er á förum frá Southampton en Manchester United gæti keypt hann á 17 milljónir punda. (Daily Express)

Manchester United er einnig að berjast við Liverpool um Danny Ings framherja Burnley. (Daily Mail)

Swansea hefur áhuga á Christian Fuchs varnarmanni Schalke en hann verður samningslaus í sumar. (Wales Online)

Barcelona er að fá framherjann Moha úr B liði Barcelona en þessi 19 ára gamli leikmaður verður samningslaus í sumar. (Sport.es)

West Ham er að íhuga að fá Garry Monk sem nýjan stjóra fyrir Sam Allardyce. (Daily Star)

Manchester City þarf að berjast við Napoli um þjónustu Jurgen Klopp. (Daily Mirror)

Patrick Vieira kemur einnig til greina sem næsti stjóri City en hann þjálfar U21 árs lið félagsins í dag. (Times)

Pep Guardiola, þjálfari FC Bayern, er efstur á óskalista Manchester City ef Manuel Pellegrini missir starfið í sumar. (Guardian)

Paul Lambert, fyrrum stjóri Aston Villa, gæti tekið við Borussia Dortmund af Jurgen Klopp en hann spilaði með liðinu á sínum tíma. (Birmingham Mail)

Ræður frá Wayne Rooney hafa hjálpað Manchester United á beinu brautina á ný. (Manchester Evening News)

Charlie Austin, framherji QPR, verður valinn í enska landsliðið fyrir leikina gegn Slóveníu og Írlandi í sumar. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner