Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 16. nóvember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Plzen
Aron þorði ekki að láta skeggið fjúka fyrir leik
Icelandair
Aron á fréttamannafundi í gær.
Aron á fréttamannafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, er með mikið skegg þessa dagana en hann hefur verið að safna undanfarnar vikur.

Aron segist ekki hafa þorað að láta skeggið fjúka fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum í kvöld.

,,Við erum ekki búnir að tapa leik í undankeppninni og ég vildi ekki jinxa það með því að raka mig fyrir þennan leik," sagði Aron við Fótbolta.net í gær.

,,Skeggið fær mjög líklega að fjúka um jólin. Ég verð ekki með skegg á jólamyndinni."

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 í Plzen en fylgst verður vel með gangi mála á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner