Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eva Stefánsdóttir í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur tryggt sér þjónustu Evu Stefánsdóttur sem kemur á láni frá Val og mun leika með liðinu út tímabilið.

Eva er bráðefnilegur kantmaður sem getur einnig spilað í fremstu víglínu, en hún er fædd 2005 og á fimm leiki að baki fyrir U19 og U18 landslið Íslands.

Eva á í heildina 23 mörk í 56 skráðum KSÍ-leikjum, en hún var á láni hjá HK í fyrra og skoraði eitt mark í ellefu leikjum í Lengjudeildinni.

Þar áður lék hún með KH í 2. deildinni og skoraði 13 mörk í 22 deildarleikjum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Evu reyna aftur fyrir sér í Lengjudeildinni, en Fram endaði í sjöunda sæti í fyrra - með 22 stig úr 18 umferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner