Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes mjög ósáttur - „Hefði átt að læra spænskuna betur"
Mynd: EPA

David Moyes var að vonum svekktur eftir að West Ham féll úr leik í Evrópudeildinni í gær þegar liðið mætti Leverkusen.

Leiknum í gær lauk með jafntefli en liðið tapaði fyrri leiknum í Þýskalandi.


Hann var gríðarlega stoltur af leikmönnunum en hraunaði yfir dómgæsluna í viðureigninni.

„Leikmennirnir voru stórkostlegir. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um fyrir utan að skora annað og þriðja markið í seinni hálfleik þegar við fengum tækifæri til þess. Ég er stoltur af því sem við höfum gert, þriðja sinn í átta liða úrslitum á þremur árum, það er ágætt afrek," sagði Moyes.

„Þetta var hræðilegt kvöld hjá dómurunum. Lucas Paqueta fékk spjald í fyrri leiknum (var í banni í gær). Þetta var ekkert betra í kvöld. Stjórinn þeirra (Xabi Alonso) talar spænsku en ekki ég. Kannski hefði ég átt að læra spænskuna betur þegar ég var þar," sagði Moyes en hann stýrði Real Sociedad á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner