Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2017 17:49
Elvar Geir Magnússon
Deildabikarinn - Byrjunarlið: Gylfi meðal varamanna
Hazard byrjar í fyrsta sinn á tímabilinu.
Hazard byrjar í fyrsta sinn á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi byrjar á bekknum.
Gylfi byrjar á bekknum.
Mynd: Getty Images
Fimm leikir eru í enska deildabikarnum í kvöld.

Ronald Koeman, stjóri Everton, gefur ýmsum leikmönnum tækifæri gegn Sunderland. Þar á meðal markverðinum Maarten Stekelenburg.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum hjá Everton í kvöld.

Calum Chambers og Jack Wilshere byrja hjá Arsenal sem mætir Doncaster. Danny Welbeck verður frá næstu þrjár vikur vegna nárameiðsla og þá er Mesut Özil einnig á meiðslalistanum.

Reiss Nelson, 17 ára miðjumaður, fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal en hann lék mjög vel á undirbúningstímabilinu.

Eden Hazard er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Chelsea á þessu tímabili. Hazard ökklabrotnaði í júní en byrjar gegn Nottingham Forest. Chelsea er án David Luiz sem tekur út leikbann.

Ilkay Gundogan byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Manchester City mætir West Bromwich Albion.

Byrjunarlið Everton gegn Sunderland: Stekelenburg, Kenny, Williams, Keane, Holgate, Besic, Davies, Klaassen, Vlasic, Calvert-Lewin; Sandro.
(Varamenn: Robles, Lennon, Martina, Gueye, Gylfi, Niasse, Lookman)

Byrjunarlið Arsenal gegn Doncaster: Ospina; Chambers, Mertesacker, Holding; Wilshere, Elneny; Nelson, Walcott, Alexis, Maitland-Niles; Giroud.
(Varamenn: Macey, Monreal, Willock, Dasilva, Iwobi, Nketiah, Akpom)

Byrjunarlið Chelsea gegn Nottingham Forest: Caballero, Rudiger, Christensen, Cahill, Zappacosta, Bakayoko, Fabregas, Kenedy, Musonda, Batshuayi, Hazard.
(Varamenn: Eduardo, Clarke-Salter, Sterling, Ampadu, Willian, Morata)

Byrjunarlið Manchester City gegn West Bromwich Albion: Bravo, Danilo, Gundogan, Stones, Mangala, Yaya Toure (C), Delph, Bernardo, Sterling, Sane, Gabriel Jesus.
(Varamenn: Ederson, Walker, Adarabioyo, Fernandinho, Zinchenko, Diaz, Foden)



Hér að neðan eru leikir dagsins.

Leikir dagsins:
18:45 Everton - Sunderland
18:45 Arsenal - Doncaster (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Chelsea - Nott. Forest (Stöð 2 Sport 3)
19:00 West Brom - Manchester City (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Manchester United - Burton Albion (Stöð 2 Sport)

Byrjunarlið Manchester United verður birt í sér frétt


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner