Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   sun 22. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Elín Metta: Gleymi þessu mómenti seint
Elín Metta í baráttu við Anna Blässe í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Elín Metta í baráttu við Anna Blässe í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér finnst fín stemmning í liðinu. Það er ekkert of hátt spennustigið og allir bara rólegir,“ sagði landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen í spjalli við Fótbolta.net á liðshótelinu í Znojmo fyrr í dag. Íslenska landsliðið er í tveggja útileikjaverkefni. Búnar að spila gegn Þýskalandi eins og frægt er orðið en eiga nú eftir að mæta Tékkum.

Íslenska liðið er búið að skoða sigurinn á Þjóðverjum vel með það í huga að nýta sér allt það jákvæða áfram í næsta leik.

„Við erum alveg búin að fara yfir hann (leikinn við Þýskaland). Búin að skoða hvað við gerðum vel og hvernig við getum haldið áfram að gera það vel. Annars verður maður líka að muna að það er annar leikur og önnur þrjú stig í boði þannig að við höldum bara áfram.“

Elín Metta skoraði rosalegt mark í Þýskalandsleiknum þar sem hún fíflaði tvo varnarmenn með mögnuðum snúningi áður en hún skilaði boltanum í netið. Við spurðum hvort hún væri ekki búin að kíkja aðeins á markið.

„Jú, ég viðurkenni það alveg. Ég er búin að horfa á það aftur,“ svaraði Elín Metta. Aðspurð um hvort þetta væri hennar mikilvægasta mark á ferlinum svaraði hún:

„Já, þetta er allavegana með eftirminnilegri mörkum. Ég held að ég eigi seint eftir að gleyma þessu mómenti.“

Elín Metta sagðist þó ekki hafa fylgst vel með umræðunni á samfélagsmiðlum en fólk kepptist við að dásama hana á Twitter eftir sigurleikinn á föstudag.

„Stelpurnar voru eitthvað búnar að sýna mér en maður reynir bara að vera hér og pæla í sér,“ sagði Elín Metta og ræddi svo nánar um Tékkaleikinn sem framundan er.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner