Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 22. desember 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Ferguson talar um Fergie time: Horfði aldrei á tímann á úrinu
,,Það þarf að bæta 7 mínútum við.
,,Það þarf að bæta 7 mínútum við." Ferguson skoðar úrið.
Mynd: Getty Images
,,Fergie Time" er orðatiltæki sem varð til þegar Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United.

United vann ófáa leiki í viðbótartíma og stuðningsmenn annarra liða töldu oft að viðbótartíminn væri of langur í leikjum United.

Ferguson var sjálfur duglegur að horfa á úrið sitt í leikjum til að ýta undir að fá meiri tíma.

Skotinn segir hins vegar að hann hafi aldrei tekið tímann á úrið sitt heldur hafi hann einungis notað þetta til að hafa áhrif á aðra.

,,Ég horfði aldrei á úrið og vissi aldrei hvað ætti að bæta miklu við. Þetta hefur hins vegar áhrif á andstæðingana og dómarann. Þetta var lítið bragð," sagði Ferguson um Fergie time.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner