Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 27. mars 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Arnar: Gylfi kominn á par við Ásgeir, Eið og Arnór
Icelandair
Gylfi skorar gegn Kosóvó á föstudaginn.
Gylfi skorar gegn Kosóvó á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé kominn í hóp með bestu leikmönnum í sögu Íslands. Arnar telur að Gylfi hafi burði til að fara á toppinn og verða besti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

„Gylfi er stöðugur. Þú veist hvað þú færð frá honum. Hann leggur sig alltaf fram og ef hann heldur svona áfram þá yrði ég ekki hissa á að það yrði talað um hann sem okkar besta knattspyrnumann. Hann er kominn á par við þessa snillinga eins og Eið Smára, Ásgeir Sigurvins, Arnór Guðjohnsen og marga aðra," sagði Arnar í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardaginn.

Gylfi átti frábæran leik með Íslandi gegn Kosóvó á föstudaginn en hann hefur átt marga magnaða leiki með íslenska landsliðinu undanfarin ár.

„Hann er svo mikill fagmaður. Þetta er gaur sem lifir fyrir fótboltann. Hann setti sér markmið sem lítill gutti að hann ætlaði að vera atvinnumaður. Hann hugsar rosalega vel um sér og æfir mikið aukalega."

„Þetta eru engin geimvísindi. Ef þú ætlar að vera góður þá þarftu að vera duglegur. Þú verður að rífa þig alltaf upp og gera þessa hluti sem flestir nenna ekki að gera. Margir mæta á æfingu og gera bara það sem þarf að gera en Gylfi gerir aukalega."

„Hann er mikil fyrirmynd. Ég er ekki að segja að hinir hafi ekki verið það, en fótboltinn í dag er öðruvísi. Í ensku úrvalsdeildinni fylgjast margar milljónir með þér. Ef þú hagar þér eins og vitleysingur þá vita menn það."

„Þú þarft að vera fyrirmynd ef þú ert atvinnumaður í dag. Ef þú ert að haga þér eins og fífl og ert út á lífinu reykjandi og drekkandi þá er það ekki gott. Þú vilt hafa fyrirmynd eins og Gylfa sem hægt er að benda á. Ef þú vilt ná árangri þá er þetta leiðin. "

„Það er enginn fæddur í gullskeið í munninum þannig að þú verðir geðveikt góður. 70-90% af þessu er vinnusemi. Ef þú hugsar vel um þig á hverjum einasta degi þá geturðu náð ótrúlega langt."


Sjá einnig:
Landsliðshringborð - Arnar Grétars gerir upp leikinn gegn Kosóvó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner