Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 27. apríl 2017 08:10
Magnús Már Einarsson
James, Willian og Varane til Man Utd?
Powerade
Willian er orðaður við Manchester United.
Willian er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jan Oblak gæti komið í markið hjá United í stað De Gea.
Jan Oblak gæti komið í markið hjá United í stað De Gea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með alls konar kjaftasögur fyrir sumarið. Skoðum þær!



Einungis fjögur félög í heiminum hafa efni á að kaupa Kylian Mbappe (18), framherja Monaco, en þetta segir umboðsmaður hans. Félögin sem um ræðir eru Manchester United, Manchester City, Real Madrid og Barcelona. (L'Equipe)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa áhuga á Mbappe en 100 milljóna punda verðmiði geri honum erfitt fyrir. (Daily Mail)

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, hefur gert nýjan samning við félagið til ársins 2020 og endað um leið sögusagnir um að hann sé á leið til Arsenal eða Barcelona. (Sun)

James Rodriguez, leikmaður Real Madrid, hefur gert samkomulag við umboðsmanninn Jorge Mendes um að hann gangi í raðir Manchester United í sumar. (Diaro Gol)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá Willian frá Chelsea í sumar. (ESPN)

Mourinho hefur rætt við Raphael Varane (24), varnarmann Real Madrid, um að hann komi á Old Trafford í sumar. (Don Balon)

Manchester United virðist vera að undirbúa sig undir brottför David De Gea í sumar því félagið hefur rætt við umboðsmenn Jan Oblak (24), markvarðar Atletico Madrid. (Manchester Evening News)

Eric Bailly (23), varnarmaður Manchester United bjóst við að ganga í raðir Manchester City í fyrra áður en Mourinho greip inn í. (Daily Mirror)

Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, hefur sagt félögum eins og Chelsea og Tottenham að verðmiðinn á Wilfried Zaha (24) sé 40 milljónir punda í dag. (Metro)

Gus Poyet, þjálfari Shanhai Shenhua, segir að góður möguleiki sé á að John Terry (36) komi til félagsins frá Chelsea í sumar. Poyet og Terry spiluðu saman hjá Chelsea á sínum tíma. (Daily Star)

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, segist hafa komið í veg fyrir að Kalidou Koulibaly (25) færi til Chelsea síðastliðið sumar því félagið gat ekki fundið mann í hans stað í vörnina. (Metro)

Kevin Stewart (23), miðjumaður Liverpool, verður mögulega einn fyrsti leikmaðurinn sem nýliðar Brighton & Hove Albion fá í sínar raðir í sumar. (Telegraph)

Forráðamenn Barcelona eru mættir til London til að ræða við Arsenal um kaup á bakverðinum Hector Bellerin. (Diaro Gol)

Barcelona gæti hætt við að kaupa Bellerin þar sem Arsenal vill fá 34 milljónir punda fyrir hann. (Metro)

Pep Guardiola segist ekki ætla að reyna að fá Dele Alli til Manchester City í sumar. (Daily Mail)

Forráðamenn Hull eru farnir til Tyrklands til að reyna að fá danska varnarmanninn Simon Kjær (28) frá Fenerbahce. Liverpool hefur líka áhuga. (Hull Daily Mail)

Leeds hefur áhuga á David Stockdale (31) markverði Brighton en hann verður samningslaus í sumar. (Daily Mirror)

Michael Keane (24), varnarmaður Burnley, er eftirsóttur en Manchester United, Tottenham, Liverpool og Everton vilja fá hann í sína raðir í sumar. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner