Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 02. febrúar 2020 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu viðbrögð Mourinho er hann frétti að Sterling væri á gulu
Mourinho og aðstoðarmaður hans ræða við fjórða dómarann.
Mourinho og aðstoðarmaður hans ræða við fjórða dómarann.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er einn skemmtilegasti karakterinn í bransanum.

Hann var ósáttur við það að Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, skyldi ekki fá rauða spjaldið í leik Tottenham og City áðan. Tottenham Tottenham vann leikinn 2-0

Undir lok fyrri hálfleiksins fékk City vítaspyrnu sem Ilkay Gundogan klúðraði. Sterling reyndi að ná frákastinu, en féll í baráttu við Hugo Lloris, markvörð Man City. Eftir VAR-athugun var það ákveðið að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.

Mourinho var ekki sáttur þegar hann frétti að Sterling væri nú þegar á gulu spjaldi. Hann vildi að Sterling fengi gult spjald fyrir leikaraskap fyrst að vítaspyrnan var ekki dæmd. Þegar aðstoðarmaður Mourinho lét hann vita að Sterling væri nú þegar á gulu spjaldi sýni Mourinho kostuleg viðbrögð.

Sterling fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum fyrir ljótt brot á Dele Alli. Það atvik má sjá hérna.

Hér að neðan má sjá viðbrögð Mourinho þegar hann frétti að Sterling væri á gulu spjaldi.
Athugasemdir
banner
banner