Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. febrúar 2020 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham lagði Man City - Áfram 22 stig í Liverpool
Tottenham-menn fagna.
Tottenham-menn fagna.
Mynd: Getty Images
Steven Bergwijn skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Spurs.
Steven Bergwijn skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Spurs.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, niðurlútur.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, niðurlútur.
Mynd: Getty Images
Tottenham 2 - 0 Manchester City
1-0 Steven Bergwijn ('63 )
2-0 Son Heung-Min ('71 )
Rautt spjald: Oleksandr Zinchenko, Manchester City ('60)

Tottenham bar sigurorðið af Manchester City þegar liðin mættust í stórleik helgarinnar á Englandi.

Fyrri háfleikurinn í Lundúnum var mjög tíðindamikill, sérstaklega síðustu mínúturnar í honum. Á 12. mínútu vildi Tottenham fá rautt spjald á Raheem Sterling þegar hann braut á Dele Alli. Sterling slapp með gult spjald. Það atvik má sjá hérna.

City voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Á 38. mínútu fengu gestirnir frá Manchester vítaspyrnu þegar Serge Aurier braut á Sergio Aguero. Vítaspyrna var dæmd eftir langan VAR-athugun.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hló á bekknum. Ilkay Gundogan fór á punktinn, en Hugo Lloris sá við honum og varði. Lloris var kominn langt af línu sinni er spyrnan var tekin, en hún var þrátt fyrir það ekki tekin aftur. Reglurnar segja að markvörður verði að hafa að minnsta kosti einn fótinn á línunni þegar spyrnan er tekin.

Raheem Sterling reyndi að ná frákastinu, eins og Lloris. Sterling féll og var það skoðað hvort um aðra vítaspyrnu væri að ræða. Ekki var dæmd vítaspyrna í kjölfarið á VAR-athugun.

Hérna má sjá þegar Aurier braut af Aguero, vítaspyrnuvörsluna og það sem atvikaðist í kjölfarið.

Mourinho vildi að Sterling yrði vísað af velli fyrir leikaraskap, fyrst ekki var dæmd vítaspyrna. Sterling var á gulu spjaldi.

Sjá einnig:
Man City vildi tvær vítaspyrnur - Mourinho vildi rautt spjald

Aguero fékk dauðafæri til að koma City í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en skot hans fór í hliðarnetið. Staðan var markalaus í hálfleik. Það átti eftir að koma í bakið á City að hafa ekki nýtt færin sín.

City klúðraði algjöru dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Það færi má sjá hérna.

Á 60. mínútu fékk Oleksandr Zinchenko, bakvörður Manchester City, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir að stöðva skyndisókn.

Einum færri náði Tottenham svo forystunni á 63. mínútu þegar Hollendingurinn Steven Bergwijn skoraði laglegt mark. Hann var að spila sinn fyrsta leik fyrir Spurs eftir félagaskipti frá PSV Eindhoven. Markið má sjá hérna.

Mark Bergwijn var fyrsta skot Tottenham í leiknum, en með öðru skoti sínu í leiknum skoraði Tottenham aftur á 71. mínútu. Markið skoraði Son Heung-min eftir sendingu Tanguy Ndombele.

Ekki var meira skorað og sigur Tottenham staðreynd. Samkvæmt tölfræði BBC þá átti Tottenham aðeins þrjú skot í öllum leiknum, þau fóru öll á rammann og tvö þeirra inn í markið.

Tottenham fer upp í fimmta sæti með þessum sigri og er núna fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Manchester City er í öðru sæti, 22 stigum frá toppliði Liverpool. Það eru 13 umferðir eftir og Liverpool færist nær Englandsmeistaratitlinum, sínum fyrsta deildartitli í 30 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner