Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 07. nóvember 2020 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Snær í KR (Staðfest)
Mynd: KR
Grétar Snær Gunnarsson er genginn í raðir KR frá Fjölni en Vesturbæjarstórveldið staðfesti þetta í dag.

Grétar er hávaxinn miðjumaður sem einnig getur spilað sem miðvörður. Hann er örvfættur og gekk í raðir Fjölnis fyrir síðasta tímabil.

Grétar er 23 ára og er uppalinn hjá Haukum en skipti yfir í FH árið 2015. Hann hefur einnig leikið með HK og Víkingi Ólafsvík á Íslandi. Árið 2018 skipti hann yfir til HB í Færeyjum frá FH og lék stórt hlutverk þegar HB landaði færeyska meistaratitlinum.

Grétar lék sautján leiki og skoraði eitt mark þegar Fjölnir endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár.

Fjölnir fer niður í Lengjudeildina en Grétar verður áfram í Pepsi Max-deildinni.

Grétar gerir þriggja ára samning við KR-inga.

Sjá einnig:
Rúnar: Á ekki von á því að Óskar Örn sé á förum neitt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner