Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. nóvember 2020 15:03
Elvar Geir Magnússon
Rúnar: Á ekki von á því að Óskar Örn sé á förum neitt
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR.
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að sú saga væri að ganga að Óskar Örn Hauksson væri á förum frá KR-ingum.

Óskar er fyrirliði KR og er samningsbundinn út næsta tímabil. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki eiga von á neinu öðru en að Óskar verði áfram í Vesturbænum.

„Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur ekkert rætt við mig um að losna undan þeim samning. Ég á ekki von á því að hann sé á förum neitt," segir Rúnar.

Gunnar Þór fær ekki nýjan samning
Varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KR en hann meiddist illa á hné í bikarleik Egilshöllinni í sumar. Gunnar hefur verið hjá KR síðan 2011.

„Gunnari verður ekki boðinn nýr samningur. Ég er búinn að ræða við hann og hann verður vonandi kvaddur á hátíðlegri hátt þegar tækifæri gefst til, nú er 'lockdown' í landinu. Gunnar hefur spilað með okkur ofboðslega lengi og verið frábær fánaberi KR. Hann veit að hann er velkominn að kíkja á æfingar hjá okkur en ef hann nær sér af sínum meiðslum og ætlar að halda áfram að spila verður það ekki hjá KR," segir Rúnar.

Viljum halda þeim öllum
Beitir Ólafsson, Kristinn Jónsson, Pablo Punyed, Finnur Orri Margeirsson og Kennie Chopart eru að renna út á samning en Rúnar vill halda þeim.

„Það er allt í vinnslu. Það er búið að vera að ræða við leikmenn, það er nýbúið að blása mótið af og við erum bara á fullu að afgreiða þessi mál. Við erum byrjaðir á því og verðum að því á næstu dögum." segir Rúnar.

„Það er vonandi að við náum að halda þessum mönnum. Við viljum halda þeim öllum, halda sama leikmannahóp. Það er verið að stefna að því."

Í gær var greint frá því að Grétar Snær Gunnarsson væri á leið til KR frá Fjölni.
Athugasemdir
banner
banner
banner