Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. nóvember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar um Óla Jó: Hann er frábær þjálfari
Rúnar Páll og Ólafur.
Rúnar Páll og Ólafur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson verður ekki áfram þjálfari Stjörnunnar með Rúnari Páli Sigmundssyni.

Í fréttatilkynningu frá Stjörnunni í síðustu viku kom fram að Ólafur hverfi á braut að eigin ósk.

Ólafur kom til Stjörnunnar síðastliðið haust eftir að hafa áður unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með Val. Hann vann einnig þrjá Íslandsmeistaratitla hjá FH á sínum tíma.

Ólafur er mjög reyndur þjálfari en hann þjálfaði íslenska landsliðið frá 2007 til 2011.

Rúnar Páll var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Þar sagði hann:

„Frábært ár að baki. Það er stórkostlegt fyrir mig að hafa kynnst Óla, sigursælasta þjálfara Íslands og þeim frábæra manni sem hann hefur að geyma. Honum fannst þetta vera komið gott hjá sér og það er bara eins og það er, eins og gengur gerist í þessum blessaða fótbolta."

„Við áttum mjög gott samstarf og náðum fínum árangri miðað við hvernig þetta spilaðist."

„Hann tekur bara ákvörðun um að vilja hætta og slaka aðeins á. Hann tók ákvörðun um að hætta á síðasta ári en ég náði að sannfæra hann um að koma til okkar. Honum fannst kominn tími á að slaka á og gera eitthvað annað. Hann er frábær þjálfari."

Rúnar Páll hefur þjálfað Stjörnuna frá 2014. Hann er í leit að nýjum samstarfsmanni.

Hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn þar sem Rúnar ræðir nánar um endurnýjunina sem er að verða á leikmannahópi Stjörnunnar.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner