Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. nóvember 2020 14:26
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Armenía líklega dæmd úr keppni í U21
Úr U21 landsleik Íslands og Armeníu.
Úr U21 landsleik Íslands og Armeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Íslenska U21 landsliðið mun mæta því ítalska í mikilægum leik í undankeppni EM á morgun. Leikurinn verður klukkan 13:15 á Víkingsvelli.

Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn en hér að neðan má sjá stöðuna í riðlinum. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti á einnig möguleika.

„Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina," segir Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, í samtali við Vísi.

Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en þeim leik var frestað.

„Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út," segir Arnar.

Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn og því spennandi leikir framundan hjá U21 landsliðinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner