Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. nóvember 2020 13:06
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur Örlygs aðstoðar Rúnar Pál hjá Stjörnunni (Staðfest)
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson er kominn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla.

Hann verður því Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfar Stjörnunnar til aðstoðar. Ólafur Jóhannesson var þjálfari með Rúnari á liðnu tímabili en hann ákvað að láta af störfum hjá félaginu.

Þorvaldur hefur þjálfað U19 landsliðið síðan 2014 en lét nýlega af störfum. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en áður en hann hóf störf hjá KSÍ þjálfaði hann KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík.

„Knattspyrnudeild hefur gengið frá ráðningu á Þorvaldi Örlygssyni sem kemur inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki karla," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

„Við fögnum komu Þorvaldar og lítum á hans ráðningu sem mikilvægan hluta af því sem við stefnum á að gera á komandi árum. Þorvaldur er reynslumikill þjálfari sem við vitum að deilir sýn okkar til framtíðar og við hlökkum til að hefjast handa." segir Helgi Hrannarr formaður meistaraflokksráðs karla hjá félaginu.

„Ég fagna komu Þorvaldar, reynslumikill og öflugur þjálfari sem ég hlakka til að vinna með, getum ekki beðið með að hefja störf," segir Rúnar Páll

Sjálfur lýsir Þorvaldur því yfir í tilkynningunni að hann sé fullur tilhlökkunar og ánægju fyrir því að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá félaginu. „Við tökum vel á móti Þorvaldi og hvetjum sem flesta til þess að gefa honum háa-fimmu þegar það er í lagi! Skíni Stjarnan," segir í tilkynningunni.

Stjarnan hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili og náði því í Evrópusæti. Það eru ansi miklar breytingar í gangi hjá Stjörnuliðinu eins og Rúnar Páll Sigmundsson fór yfir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á dögunum.

Velkominn Þorvaldur Örlygsson 💙

Knattspyrnudeild hefur gengið frá ráðningu á Þorvaldi Örlygssyni sem kemur inn í...

Posted by Stjarnan FC on Föstudagur, 13. nóvember 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner