Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. desember 2020 08:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu: Gylfi „breyttist í Lionel Messi í eitt augnablik"
Gylfi með tilraun en Maguire kemst fyrir, frábær sprettur hjá Gylfa.
Gylfi með tilraun en Maguire kemst fyrir, frábær sprettur hjá Gylfa.
Mynd: Getty Images
Gylfi svekktur eftir að færi fór forgörðum.
Gylfi svekktur eftir að færi fór forgörðum.
Mynd: Getty Images
Dean Henderson ver.
Dean Henderson ver.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson fær fína dóma fyrir frammistöðu sína gegn Manchester United í leik liðanna í enska deildabikarnum í fyrradag. Hann var besti leikmaður Everton ásamt miðverðinum Yerri Mina skv. einkunnagjöf Sky Sports eftir leikinn. United vann leikinn 0-2 á Goodison Park og er komið í undanúrslit.

Mina var valinn bestur á Liverpool Echo á meðan Gylfi fékk næsthæstu einkunn ásamt fleiri leikmönnum. Í umsögn Echo segir um Gylfa:

„Breyttist í Lionel Messi í eitt augnablik, skar sig í gegnum vörn United og þvingaði Harry Maguire í að fara fyrir skottilraun sína. Komið í veg fyrir undramark úr aukaspyrnu með vörslu Dean Henderson. Fjaraði út í seinni hálfleik og virtist þreyttur."

Sprettinn og aukaspyrnuna má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. Myndskeiðið ætti að hefjast þegar Gylfi er að hefja sprettinn sinn.

Everton átti þrjú skot sem rötuðu á mark United í leiknum og var tilraun Gylfa úr aukaspyrnu það eina sem Henderson í marki United þurfti að hafa fyrir að verja.

Í seinni hálfleik náði Everton ekki skoti á mark United. Gylfi átti 57% tilrauna Everton að marki United í leknnum (4/7). Gylfi bjó þá til tvö færi fyrir liðsfélaga sína í leiknum.

Í einkunnagjöf Sky Sports, sem sjá má hér að neðan, má sjá að Edinson Cavani, leimaður United, var maður leiksins. Cavani skoraði fyrra mark United undir lok leiksins.

Everton: Olsen (6), Coleman (6), Keane (6), Mina (7), Godfrey (6), Doucoure (6), Gomes (5), Sigurdsson (7), Iwobi (5), Richarlison (5), Calvert-Lewin (5)
Varamenn: Bernard (5), Davies (5), Tosun (n/a)

Manchester United: Henderson (7), Tuanzebe (7), Bailly (8), Maguire (7), Telles (7), Matic (7), Pogba (7), Fernandes (7), Van de Beek (5), Greenwood (6), Cavani (8)
Varamenn: Martial (7), Rashford (6), Shaw (n/a)

Maður leiksins: Edinson Cavani

Sjá einnig:
Gylfi um Sádí-Arabíu: Var aldrei að fara þangað





Athugasemdir
banner
banner
banner