Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. desember 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi um Sádí-Arabíu: Var aldrei að fara þangað
Gylfi fagnar marki með Everton.
Gylfi fagnar marki með Everton.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi aldrei komið til greina að fara til Sádí-Arabíu.

Everton keypti Abdoulaye Doucouré, Allan og James Rodriguez síðasta sumar. Gylfi byrjaði fyrstu þrjá deildarleiki tímabilsins á bekknum og var hann orðaður við félag í Sádí-Arabíu.

Gylfi var í viðtali við 433.is þar sem hann var spurður út í áhugann frá Sádí-Arabíu.

„Það kom þannig séð aldrei neitt upp, aldrei frá mér og aldrei frá félaginu," segir Gylfi. „Ég vissi af einhverjum áhuga hér og þar, það var ekki í plönunum hjá mér eða Everton."

„Ég var ekkert að fara þangað," sagði Gylfi um Sádí-Arabíu, en þar hefði hann líklega fengið vel borgað.

Gylfi hefur verið að koma sterkur inn í lið Everton að undanförnu. Hann hefur spilað mjög vel og segist hann vera að njóta þess að fótbolta. Hann hefur verið að spila framar á vellinum og líkar það vel.

„Ég er mjög sáttur, ég hef byrjað síðustu þrjá leiki og verið að spila í minni stöðu. Aðeins framar á vellinum, það er allt annað. Ég er að njóta þess að spila fótbolta aftur," segir þessi frábæri leikmaður.
Athugasemdir
banner