Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 11. júní 2012 11:26
Magnús Már Einarsson
Valur Fannar ekki meira með Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Valur Fannar Gíslason mun ekki leika meira með Haukum í sumar vegna anna í vinnu. Valur Fannar þarf vegna atvinnu sinnar að vera mikið í Danmörku og Svíþjóð næstu mánuðina og því mun hann ekki leika með Haukum í fyrstu deildinni.

,,Ef að hann nær að fóta sig í starfinu á ótrúlegan hátt þá mætir hann kannski á æfingar en við göngum út frá því að hann verði ekkert með okkur," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Hauka við Fótbolta.net í dag.

Í sumar hefur hinn 35 ára gamli Valur Fannar einungis leikið einn leik með Haukum þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli en þessi reynslumikli leikmaður kom til Hauka frá Fylki í vetur.

Að undanförnu hafa Alexander Freyr Sindrason og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson leikið í hjarta varnarinnar en þeir eru báðir í 2.flokki félagsins.

,,Ungu strákarnir eru búnir að vera frábærir fyrir okkur undanfarið og hafa leyst þessa stöðu frábærlega. Við eigum síðan inni Guðmund Mete og Sverri Garðarsson sem eru frá vegna meiðsla," sagði Sigurbjörn.
Athugasemdir
banner
banner
banner