Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 18. nóvember 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
Færeyski boltinn
Hetja Færeyinga: Íslensk félög geta hringt í mig
Jóan Símun í leik með Færeyingum.
Jóan Símun í leik með Færeyingum.
Mynd: Getty Images
Jóan Símun í leik gegn Íslendingum fyrir nokkrum árum.
Jóan Símun í leik gegn Íslendingum fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vill spila í Pepsi-deildinni.
Vill spila í Pepsi-deildinni.
Mynd: Getty Images
,,Við höfum ekki sofið mikið um helgina," sagði Jóan Símun Edmundsson framherji færeyska landsliðsins léttur þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

Þjóðhátíðarstemning hefur verið í Færeyjum undanfarna daga eftir að liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði Grikkland 1-0 á útivelli í undankeppni EM síðastliðið föstudagskvöld.

,,Við fögnuðum á hótelinu eftir leikinn og sumir skelltu sér út á lífið í kjölfarið. Við fórum síðan heim til Færeyja þar sem við fórum aftur út á lífið um helgina. Þetta hefur verið erfið helgi," bætti Jóan Símun við og hló.

Bein útsending frá heimkomunni
Um 50 þúsund manns búa í Færeyjum og sigrinum hefur verið gríðarlega vel fagnað þar.

,,Fólk fagnaði sigrinum á götum úti eftir leikinn á föstudag. Nokkrir stuðningsmenn mættu á flugvöllinn til að taka á móti okkur þegar við komum heim og það var allt í beinni sjónvarps útsendingu. Forsætisráðherrann (lögmaður) hélt ræðu og það var tekið vel á móti okkur. Við fáum hamingjuóskir hvert sem við förum og við erum eins og stjörnur í Færeyjum."

Jóan Símun segir að það hafi tekið leikmenn færeyska liðsins smá tíma að átta sig á sigrinum.

,,Við trúðum þessu ekki. Eftir leikinn voru við gríðarlega ánægðir en það var ekki fyrr en við fórum aftur á hótelið og fórum á Facebook og sáum viðbrögðin að við áttuðum okkur á því hversu stórt þetta raunverulega er."

Hélt að hann væri rangstæður
Jóan Símun skoraði sjálfur sigurmark Færeyinga á 61.mínútu eins og sjá má á þessu myndbandi.

,,Ég hélt að ég væri rangstæður fyrst en þegar ég sá að markið var dæmt var mjög ánægður. Ég skuldaði mark því að ég fór illa með gott færi í fyrri hálfleik."

,,Fyrir markið áttum við betri færi og vorum hættulegri. Eftir að við skoruðum lögðumst við til baka og reyndum að verjast. Þeir sköpuðu ekki mörg góð færi eftir það en auðvitað voru þeir meira með boltann,"
sagði Jóan Símun en eftir leik fögnuðu Færeyingar vel og innilega á vellinum.

,,Það voru 20 færeyskir stuðningsmenn á vellinum og við fögnuðum með þeim. Grísku stuðningsmennirnir byrjuðu á að baula á sína menn en eftir smástund byrjuðu þeir að fagna okkur. Þeir sýndu okkur virðingu og þetta var frábær tilfinning."

Hápukturinn á ferlinum
Úrslitin eru ein þau stærstu í færeyskri knattspyrnusögu en margir telja þó að 1-0 sigur á Austurríki árið 1990 hafi verið stærri. Rikki G þeirra Færeyinga lifði sig vel inn í lýsinguna þar.

,,Það er hægt að segja að það hafi verið stærsti sigurinn í sögu landsliðsins því að það var fyrsti landsleikurinn okkar. Þetta var hins vegar hápunkturinn á mínum ferli, það er engin spurning."

Vill spila á Íslandi
Færeyingar eru einnig með Rúmenum, Norður-Írum, Ungverjum og Finnum í riðli. Geta þeir fylgt sigrinu má Grikkjum eftir og náð í fleiri góð úrslit í næstu leikjum?

,,Já. Af hverju ekki? Við höfum ungan hóp og reynum að spila öðruvísi núna. Við reynum að halda boltanum betur og ungu strákarnir sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu eru öðruvísi leikmenn en við höfum átt. Þeir eru góðir á boltann. Menn hafa mikla trú í liðinu og við etljum að við getum náð fleiri svona úrslitum."

Hinn 23 ára gamli Jóan Símun var á mála hjá Newcastle frá 2010 til 2012 en hann hefur síðan þá leikið með Viking í Noregi sem og AB og HB í heimalandinu.

,,Ég er án félags í augnablikinu. Kannski getur eitthvað félag frá Íslandi hringt í mig," sagði Jóan Símun hress að lokum.
Athugasemdir
banner