Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 11. júlí 2016 18:26
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bestur í 2. deild : Pape hjálpaði mér að komast að á Íslandi
Leikmaður 9. umferðar: Sergina Modou Fall - Vestri
Eitthvað öðruvísi aðstæður en í Senegal.
Eitthvað öðruvísi aðstæður en í Senegal.
Mynd: Vestri
Lið Vestra.
Lið Vestra.
Mynd: Vestri
„Ég spilaði undir stjórn Teits Þórðarsonar í Noregi og hann hjálpaði mér að komast á reynslu hjá Víkingi R. en það gékk ekki upp og ég fékk ekki samning. Vinur minn, Pape Mamadou Faye hjálpaði mér svo að komast að hjá BÍ/Bolungarvík (Vestra) ásamt því að bróðir Teits hjálpaði mér mikið," sagði Senegalinn Sergina Modou Fall, leikmaður Vestra, við Fótbolta.net en hann var besti leikmaður 9. umferðar en hann skoraði bæði mörk Vestra er liðið vann Aftureldingu á útivelli í síðustu viku.

Hann kom inn í lið BÍ/Bolingarvíkur á síðustu leiktíð og skoraði hann eitt mark í sjö leikjum. Núna hefur gengið betur og er hann kominn með fimm mörk í níu leikjum á leiktíðinni.

„Ég kom til félagsins, seinni part síðustu leiktíðar og skorað bara eitt mark í sjö leikjum, þá var ég nýkominn til Íslands en nú er ég búinn að aðlagast og er kominn með meira sjálfstraust. Það var frábær tilfinning að skora tvö mörk og hjálpa liðinu að ná í þrjú stig."

Við spurðum hann hvað Vestri getur náð langt á leiktíðinni.

„Við getum náð langt, það er frábær mórall í liðinu og við erum eins og fjölskylda. Við erum með mikið af leikmönnum sem geta skipt sköpum svo ég held við náum langt."

Hann segist stefna hærra en að spila í 2. deild á Íslandi.

„Ég er á Íslandi núna og ég er alltaf að verða betri, vonandi næ ég að sanna mig og næ að taka næsta skref á ferlinum," sagði Senegalinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner