Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 10. ágúst 2016 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Höfuðstöðvum Fótbolta.net
Bestur í 2. deild: Young Klopp fór vel yfir skipulagið í hálfleik
14.umferð: Viktor Smári Segatta - Grótta
Viktor Smári í leik með Gróttu í sumar.
Viktor Smári í leik með Gróttu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Þetta var kannski ekki besti leikur sem ég hef spilað en maður getur ekki kvartað þegar maður nær inn tvemur mörkum," sagði sóknarmaðurinn, Viktor Smári Segatta sem skoraði tvívegis í 3-0 sigri Gróttu á Ægi í 13. umferð 2. deildar karla. Hann er leikmaður umferðarinnar, í annað sinn í sumar.

„Fyrri hálfleikurinn var frekar slakur hjá okkur. Það var langt á milli manna en Úlfur (þjálfari Gróttu) og Ásgeir Aron, eða Young Klopp fóru vel yfir skipulagið í hálfleik og í seinni hálfleik var þetta allt annað svo í heildina var þetta fínt," sagði Viktor Smári en staðan í hálfleik var markalaus.

Viktor hefur nú skorað níu mörk í deildinni, þremur færri en markahæsti leikmaður deildarinnar, Jón Gísli Ström.

„Ég er ekkert mikið að pæla í því. Það sem skiptir mig ekki öllu máli hver skorar svo lengi sem við erum að vinna leiki þá er ég mjög sáttur," sagði Viktor sem er nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins í leikjunum í sumar en liðið er í 3. sæti deildarinnar.

„Ég held að við getum ekki verið ósáttir með okkar frammistöðu þó svo að það væri gaman að vera efstir en það er nóg eftir og við höldum bara áfram."

„Það sem hefur komið mér mest á óvart í sumar er hvað deildin er búin að vera þétt og allir virðast geta unnið alla," sagði Viktor en Grótta mætir Völsungi fyrir norðan í kvöld.

„Hver leikur er mjög mikilvægur eins og staðan er núna. Við erum klárir í leikinn í kvöld. Ég er lítið farinn að spá í lokakaflanum. Þetta verður örugglega kapphlaup fram í síðsta leik og það væri virkilega gaman að fara upp."

Sjá einnig:
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner