Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 13. ágúst 2016 10:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Klárlega framar vonum
Daði Ólafsson - ÍR
Daði í leiknum gegn Hetti.
Daði í leiknum gegn Hetti.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Daði Ólafsson var á eldi þegar ÍR vann Hött 5-0 í 15. umferð 2. deildar. Daði er leikmaður umferðarinnar fyrir sína frammistöðu en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir ÍR-inga eftir að hafa komið á lánssamningi frá Fylki.

„Jú ég held að það sé bara ekki hægt að biðja um betri byrjun. Þetta var klárlega framar vonum," segir Daði sem skoraði tvö mörk og lagði upp tvö.

„Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik enda komnir í 4-0 eftir einhverjar 35 mínútur. En í seinni hálfleik þéttu þeir vörnina sína og gáfu ekkert rosalega mikið af færum á sér og færðu sig aðeins framar á völlinn."

Hver var aðdragandi þess að þú Daði fór á láni frá Fylki í ÍR?

„Ég meiddist í fyrsta leik mínum í sumar við ÍBV og fór í speglun á hnénu og hef verið að reyna að ná mér af því. Ég og Hemmi ræddum svo saman rétt fyrir lok félagsskiptagluggans og komust að niðurstöðu að best væri að ég færi og fengi eitthvað að spila því ég var ekki að fara að fá spiltíma með Fylki á þessu tímabili."

Hvert er þitt markmið hans það sem eftir lifir tímabils?

„Mitt markmið á þessu tímabili er klárlega það að vinna deildina með ÍR, það kemur ekkert annað til greina," segir Daði en IR-ingar eru í ljómandi góðum málum á toppi deildarinnar með 37 stig, átta stigum frá næstu liðum. Geta þeir klúðrað þessu?

„Að sjálfsögðu ef við höldum ekki fókus og hættum að gera þetta 100% þá gætum við klárlega klúðrað þessu. En ef við höldum áfram að gera þetta eins og við höfum verið að gera, þá hef ég litlar áhyggjur."

Uppeldisfélag Daða, Fylkir í Árbænum, er í erfiðum málum í Pepsi-deildinni og situr í fallsæti.

„Staðan er svört en ég hef ennþá mikla trú á að við förum að rífa okkur í gang. Við höfum styrkt okkur vel í glugganum og það hefur verið stígandi i liðinu í síðustu leikjum. Við erum að fara í risastóran leik við ÍBV sem við verðum bara að vinna, svo einfalt er það," segir Daði.

Sjá einnig:
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner