Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 20. september 2016 09:45
Fótbolti.net
Lið 20. umferðar - Fjögur lið með tvo fulltrúa
Willum er þjálfari umferðarinnar eftir sigur KR á Fjölni.
Willum er þjálfari umferðarinnar eftir sigur KR á Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gunnar Nielsen er í markinu.
Gunnar Nielsen er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni er í liðinu.
Hilmar Árni er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
20. umferðinni í Pepsi-deildinni lauk í gær. Fjögur jafntefli voru í umferðinni en KR og Stjarnan náðu bæði að sigra sína leiki. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, er þjálfari umferðarinnar eftir 3-2 sigur á Fjölni í hörkuleik. Morten Beck Andersen var bestur hjá KR þar.


ÍBV náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni með jafntefli gegn Breiðabliki. Avni Pepa og Hafsteinn Briem hjálpuðu til við að halda sóknarmönnum Blika niðri í þeim leik.

Eyjólfur Héðinsson og Hilmar Árni Halldórsson voru bestir í sigri Stjörnunnar á ÍA og Brynjar Jónasson var sprækastur hjá Þrótti í 1-1 jafntefli gegn Víkingi frá Ólafsvík.

Gunnar Nielsen og Böðvar Böðvarsson voru bestir hjá FH í 1-1 jafnteflinu gegn Val en Fimleikafélagið gat síðan fagnað Íslandsmeistaratitlinum í gær.

Orri Sigurður Ómarsson og Kristian Gaarde voru bestir hjá Val í þeim leik.

Sito var síðan sprækastur hjá Fylkismönnum í 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. á útivelli.

Sjá einnig:
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner