Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 14. ágúst 2017 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 11. umferðar í Pepsi kvenna: Fimm erlendir leikmenn
Agla María er leikmaður 11. umferðarinnar.
Agla María er leikmaður 11. umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Melkorka eru í liði umferðarinnar.
Melkorka eru í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11. umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með frestuðum leik Fylkis og FH. Fyrstu fjórir leikir umferðarinnar fóru fram í byrjun júlí mánaðar.


Í Árbænum í gær vann FH dramatískan 1-0 útisigur með marki á lokamínútunum. Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir var eins og klettur í vörn FH í leiknum. Á miðjunni hjá Fylki var Waldus öflug og styrkir Fylkisliðið mikið.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er í markinu í liði umferðarinnar en hún átti fínan leik í 2-1 útisigri Þórs/KA á Breiðablik í toppslag umferðarinnar. Sandra Mayor Gutierrez skoraði bæði mörk Þórs/KA í leiknum en Rakel Hönnudóttir var best Blika.

Varnarmenn Grindavík þær, Rilany Da Silva og Berglind Ósk Kristjánsdóttir þóttu bestar í 2-1 útisigri liðsins á Haukum í botnbaráttuslag.

Agla María Albertsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar í 5-1 sigri liðsins á KR og er hún leikmaður umferðarinnar. Þá reyndist Katrín Ásbjörnsdóttir sínu uppeldisfélagi erfið í leiknum.

ÍBV vann góðan 3-1 heimasigur á Val í umferðinni. Ian Jeffs þjálfari ÍBV er þjálfari umferðarinnar. Auk þess eru Cloé Lacasse og Caroline Van Slambrouck í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner