Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 20. desember 2017 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um sigur Bristol City: Voru heppnir
Mynd: Getty Images
„Þeir voru heppnir, en börðust fyrir því að vera heppnir," sagði Jose Mourinho, stjóri Mancester United eftir 2-1 tap gegn Bristol City í deildabikarnum á Englandi í kvöld.

Sigurmark Bristol City kom í uppbótartímanum, en sigurinn var heilt yfir sanngjarn.

Á blaðamannafundi eftir leikinn vildi Mourinho hins vegar meina að lið Bristol hefði verið heppið.

„Allir voru að bíða eftir okkar marki þannig að þeir voru heppnir. Við hittum tvisvar í stöngina."

„Þeir börðust eins og ég veit ekki hvað. Þetta er fallegur dagur fyrir fótboltann. Lið úr neðri deildunum vann. Þetta er stór dagur fyrir þá," sagði Mourinho.

„Þetta var enn einn dagurinn á skrifstofunni hjá leikmönnunum mínum, sumir vildu ekki mæta á skrifstofuna."
Athugasemdir
banner
banner