Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 03. maí 2018 09:10
Magnús Már Einarsson
Aron áfram hjá Cardiff ef liðið fer upp - Warnock táraðist
Aron Einar í leik með Cardiff.
Aron Einar í leik með Cardiff.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ætlar að framlengja samning sinn við Cardiff ef liðið kemst upp í ensku úrvalsdeildina um helgina.

Aron verður samningslaus í sumar og í vetur var greint frá því að hann myndi fara frá Cardiff ef liðið yrði áfram í Championship deildinni.

Hinn 29 ára gamli Aron hefur spilað í Championship deildinni í tíu ár en þar eru 46 leikir á tímabili. Leikjaálagið er farið að taka sinn toll og Aron vildi ekki spila áfram í Championship.

Cardiff er í 2. sæti Championship deildarinnar fyrir lokaumerðina á sunnudag, stigi á undan Fulham. Cardiff getur tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni með sigri á Reading. Ef það gerist verður Aron áfram en hann greindi frá þessu í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag.

„Það er nokkurnveginn pottþétt. Þá verður sest niður strax upp á samning að gera þegar þetta verður klárt," sagði Aron við Brennsluna.

Aron missir sjálfur af leiknum vegna meiðslanna sem hann varð fyrir gegn Hull um síðustu helgi. Hann segist ætla að vera áfram ef Cardiff kemst upp.

„(Neil) Warnock (stjóri Cardiff) veit það. Hann var fysti maður til að hringja í mig eftir skannið og táraðist í símann. Þetta skiptir hann miklu máli að ég nái HM og verði klár í næsta tímabil. Maður veit að það skiptir hann máli hvað ég er að gera," sagði Aron í Brennslunni.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið í Brennslunni

Sjá einnig:
Aron ætlar á HM - Var farinn að búa sig undir það versta
Aron: Von er eitthvað sem ég kann að vinna með
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 45 31 4 10 89 39 +50 97
2 Ipswich Town 45 27 12 6 90 57 +33 93
3 Leeds 45 27 9 9 80 41 +39 90
4 Southampton 45 25 9 11 85 62 +23 84
5 Norwich 45 21 10 14 79 63 +16 73
6 West Brom 45 20 12 13 67 47 +20 72
7 Hull City 45 19 13 13 68 59 +9 70
8 Middlesbrough 45 19 9 17 68 61 +7 66
9 Coventry 45 17 13 15 69 57 +12 64
10 Preston NE 45 18 9 18 56 64 -8 63
11 Bristol City 45 17 11 17 53 47 +6 62
12 Cardiff City 45 19 5 21 51 65 -14 62
13 Swansea 45 15 12 18 59 64 -5 57
14 Watford 45 13 17 15 60 58 +2 56
15 Sunderland 45 16 8 21 52 52 0 56
16 Millwall 45 15 11 19 44 55 -11 56
17 QPR 45 14 11 20 45 57 -12 53
18 Stoke City 45 14 11 20 45 60 -15 53
19 Blackburn 45 13 11 21 58 74 -16 50
20 Sheff Wed 45 14 8 23 42 68 -26 50
21 Plymouth 45 12 12 21 58 70 -12 48
22 Birmingham 45 12 11 22 49 65 -16 47
23 Huddersfield 45 9 18 18 48 75 -27 45
24 Rotherham 45 4 12 29 32 87 -55 24
Athugasemdir
banner
banner