Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 02. mars 2018 08:30
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Gildi þess að sjá bolta og umhverfi
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingum mínum í Coerver Coaching legg ég mikla áherslu á að kenna og þjálfa upp leikskilning strax frá unga aldri. Í gamla daga var sagt að ekki væri hægt að kenna leikskilning. Það væri eitthvað sem kæmi með reynslunni og á því að spila leikinn.

Að sjálfsögðu geta menn þjálfað upp slíkt á löngum tíma en ég er algjörlega ósammála því að ekki sé hægt að kenna leikskilning strax frá unga aldri. Eins er ég ósammála þeirri gömlu fullyrðingu að ekki sé hægt að kenna og þjálfa tækni. Talið var að sumir væru með tæknina og aðrir bara ekki! Og sem betur fer, held ég að flestir séu ekki þeirrar skoðunar lengur.

Hinsvegar hef ég heyrt utan að mér suma þjálfara velta fyrir sér? „ Af hverju er verið að kenna gabbhreyfingar? Það er ekki eins og menn séu að nota þær í leiknum! Menn þurfa að geta tekið á móti bolta og sent! That´s it!!! “ Slíkar fullyrðingar lýsa að mínu mati algjörri vanþekkingu á hæfileikamótun ungra leikmanna!

Samkvæmt rannsóknum þá kemur staðan 1v1 allt að 300 sinnum fyrir í leik í meistaraflokki! Leikmenn þurfa að geta gert meira en að taka á móti bolta og senda! Leikmenn þurfa líka að geta gert meira en að leika á mótherja! Leikmenn mega ekki vera fyrirsjáanlegir. Svo er ekki sama að taka á móti bolta og senda og taka á móti bolta og senda. Allir góðir leikmenn stoppa ekki boltann eða taka jafnvel svokallaða opna móttöku á bolta áður en þeir eða þær senda. Ástæðan er sú að það er fyrirsjáanlegt og hægir á öllu ferlinu.

Því er mjög mikilvægt að yngri flokka þjálfarar kenni ungum leikmönnum eins fljótt og hægt er að taka boltann með sér í fyrstu snertingu áður en þeir svo senda. Eins varðandi gabbhreyfingar er mjög mikilvægt að kenna ungum leikmönnum eins fljótt og hægt er að horfa á bolta og á umhverfið! Þá á ég við að hafa augun ekki af boltanum á sama tíma og þú sérð þitt nánasta umhverfi.

En menn þurfa að gera sér grein fyrir hver sé grunnfærni eða grunnatriði knattspyrnumanna.

Menn geta eðlilega haft misjafnar skoðanir á því.
En við í Coerver Coaching segjum að eftirfarandi atriði séu grunnfærni einstaklingsins og gerum ekki upp á milli atriði þar. Þau eru öll jafn mikilvæg!

1. Fyrsta snerting
2. Móttaka og sending
3. 1v1 hreyfingar
4. Hlaupa með bolta(knattrak)
5. Klára færi

Grunnurinn að þessu öllu saman er svo knattstjórnun eða ball mastery.

Reyndar var ég að segja ósatt um að við gerðum ekki upp á milli atriða. Við gerum það. Það atriði sem er númer eitt, tvö og þrjú að okkar mati er fyrsta snerting á bolta!!!

Hvernig þjálfum við upp fyrstu snertingu á bolta?
Svar: Með knattstjórnun eða ball mastery

Xavi Hernándes fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins( og trúlega einn af bestu sendingamönnum allra tíma). Lét hafa það eftir sér fyrir nokkrum árum að hann teldi að knattstjórnun eða ball mastery væri grunnurinn að sendingafærni.

Við erum sammála því þeirri fullyrðingu.

Leikmaður með góða fyrstu snertingu á bolta. Á betra með að senda, rekja, leika á mótherja, klára færi o.frv.

Því hvet ég alla unga leikmenn að æfa knattstjórnun á hverjum degi. Ef ungir leikmenn æfa í 5 mín á dag. Frábært. 10 mín á dag. Algjör snilld!!!

Eins væri stórkostlegt ef allir þjálfarar yngri flokka á Íslandi myndu láta sína leikmenn æfa knattstjórnun sem upphitun á hverri æfingu.

Í öllum mínum æfingum eru leikmenn beðnir um að horfa á bolta og á umhverfið. Á sama tíma fara leikmenn að hugsa um leikinn og reyna að sjá fyrir aðstæður. Mikilvægt er að kenna leikmönnum hvernig á að hugsa en ekki hvað þeir eigi að hugsa! Þjálfari sem er stöðugt að segja mönnum fyrir verkum í stað þess að spyrja opinna spurninga og kenna leikmönnum leikinn í gegnum leikinn. Er að eyðileggja sköpunarhæfni og ákvarðanatökuhæfni leikmanna sinna.
Sem er hið versta mál og kemur bara niður á leikmanninum sjálfum.

Að mínu mati er grunnfærnin rauði þráðurinn í allri þjálfun og það sem aðrir þættir leiksins byggjast upp á. En eins fljótt og hægt er byrjum við að kenna leikmönnum að hugsa um leikinn og rýna í aðstæður og þannig þjálfa upp sköpunarhæfni og ákvarðanatökuhæfni þ.e. leikskilning.

Leikmenn sem taka fleiri réttar en rangar ákvarðanir eru leikmenn sem þjálfara elska.

Ég þjálfa leikmenn á öllum getustigum(bæði innanlands og utan), sem er frábært og mikil forréttindi. Í mínu starfi hjá Coerver Coaching hef ég þjálfað leikmenn frá 5 ára aldri upp í fullorðna leikmenn. Á öllum getustigum.

Það sem kemur alltaf jafn mikið á óvart er hvað leikmenn horfa mikið( á öllum getustigum, líka leikmenn í landliðsklassa) eða nær eingöngu á boltann í öllum sínum aðgerðum. Hvort heldur er í sókn eða vörn.

Því er gríðarlega mikilvægt strax frá ungra aldri að leikmenn séu þjálfaðir upp í að horfa á bolta og í kringum sig! Alist upp í skapandi umhverfi og að grunnfærni einstaklingsins sé rauði þráðurinn í allri þeirra þjálfun. Það er allavega mín skoðun!

Knattspyrnuveðjur,
Heiðar Birnir Torleifsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner