Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 02. apríl 2018 10:54
Ingólfur Stefánsson
Alan Pardew yfirgefur West Brom (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Alan Pardew mun stíga til hliðar sem þjálfari West Brom. Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin hafi verið sameiginleg.

West Brom eru í neðsta sæti deildarinnar, tíu stigum frá öruggu sæti þegar sjö leikir eru eftir af deildinni. Liðið tapaði 2-1 gegn Bournemouth um helgina og var það áttundi tapleikurinn í röð.

Pardew er annar þjálfari West Brom sem yfirgefur félagið á tímabilinu en Tony Pulis var rekinn frá félaginu í nóvember eftir afleita byrjun.

Liðið vann aðeins einn deildarleik undir stjórn Pardew ásamt því að slá Liverpool út út ensku bikarkeppninni í janúar.

Darren Moore mun taka tímabundið við stjórn liðsins en hann hefur verið þjálfari hjá félaginu undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner