Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 03. desember 2016 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero fer í fjögurra leikja bann - Ekki með gegn Arsenal
Aguero labbar hér af velli
Aguero labbar hér af velli
Mynd: Getty Images
Það mynduðust mikil læti í uppbótartíma þegar Man City og Chelsea áttust við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það fór þannig að Sergio Aguero og Fernandinho fengu báðir að líta rauða spjaldið. Aguero fékk rautt fyrir ljóta tæklingu á David Luiz og Fernandinho fékk rauða spjaldið fyrir það sem gerðist í kjölfarið; hann tók Cesc Fabregas hálstaki og hrinti honum.

Það er ljóst að Aguero mun fara í fjögurra leikja bann eftir þetta, en það er vegna þess að hann fékk fyrr á tímabilinu þriggja leikja bann fyrir að gefa Winston Reid, leikmanni West Ham, olnbogaskot. Fernandinho mun fara í þriggja leikja bann.

Þetta þýðir að þeir munu báðir missa af leiknum gegn Leicester um næstu helgi, leiknum gegn Watford miðvikudaginn þar á eftir og svo leiknum gegn Arsenal um þarnæstu helgi. Aguero mun svo einnig missa af leiknum gegn Hull annan í jólum.

Hægt er að sjá bæði rauðu spjöldin með því að smella á tenglana hér að neðan.

Rauða spjaldið hjá Aguero

Rauða spjaldið hjá Fernandinho



Athugasemdir
banner
banner
banner