Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 06. febrúar 2018 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard gagnrýndur fyrir að tísta um FIFA við minningarathöfn
Lingard gengur inn á Old Trafford í dag.
Lingard gengur inn á Old Trafford í dag.
Mynd: Getty Images
Í dag, 6. febrúar 2018, eru liðin 60 ár frá því að flugvél, sem flutti lið Manchester United, hrapaði í Munchen í Þýskalandi en 8 leikmenn liðsins voru meðal þeirra sem létust í slysinu.

Til minningar um fórnarlömbin var haldin athöfn á Old Trafford í dag. Jose Mourinho, núverandi stjóri Man Utd, og leikmenn hans mættu til að mynda á athöfnina.

Mínútuþögn var haldin á slaginu 15:04, en slysið varð á þeim tíma fyrir 60 árum síðan.

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, tók þátt í að veita fórnarlömbunum virðingu, en þremur mínútum eftir mínútu þögnina var hann mættur á Twitter að tala um tölvuleikinn FIFA.

Klukkan 15:07, þremur mínútum eftir mínútu þögnina svaraði hann spurningu á Twitter um FIFA, en þetta hefur vakið hörð viðbrögð. Hefur Lingard verið gagnrýndur fyrir þetta, að hann skyldi tísta um FIFA svo stuttu eftir minningarathöfnina.

Tístinu var síðar eytt.

Sjá einnig:
60 ár frá flugslysi Man Utd liðsins í Munchen











Athugasemdir
banner
banner