Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 09. desember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hahnemann leggur hanskana á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bandaríski markvörðurinn Marcus Hahnemann er búinn að leggja markmannshanskana á hilluna eftir langan feril.

Hahnemann lék mestan part ferilsins á Englandi þar sem hann lék fyrir Reading í sjö ár auk þess að hafa verið samningsbundinn Fulham, Everton og Wolves.

Hahnemann er 42 ára gamall og hefur verið varamarkvörður hjá Seattle Sounders undanfarin tímabil.

Markvörðurinn á níu A-landsleiki að baki fyrir Bandaríkin, sá fyrsti kom árið 1994, og var hann í landsliðshópnum bæði á HM 2006 og 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner