Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 12. desember 2017 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Höfum fjall að klífa
Mynd: Getty Images
„Við erum búnir að fara í gegnum tilfinningaskalann," sagði Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Palace-liðið var 1-0 undir á 89. mínútu en skoraði tvö mörk seint og vann leikinn 2-1.

„Við höfum verið að standa okkur vel seint í leikjum, ég verð að hrósa leikmönnunum."

Crystal Palace komst upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið hefur verið í fallsæti frá byrjun.

„Þetta eru risa stór þrjú stig. Við höfum fjall að klífa. Það er stórkostlegt að vinna en við erum enn mjög nálægt botninum."
Athugasemdir
banner