Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 14. mars 2018 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar minntist Stephen Hawking á athylgisverðan hátt
Mynd: Getty Images
Neymar hefur fengið að heyra það eftir að hann minntist breska vísindamannsins Stephen Hawking á samfélagsmiðlum.

Fréttir af andláti hans bárust í morgun, hann var 76 ára gamall.

Þegar Hawking, sem var margverðlaunaður fyrir sín störf, var rétt skriðinn yfir tvítugt var hann greindur með hreyfitaugahrörnun og töldu læknar að hann ætti tvö ár ólifuð, en raunin varð önnur. Hann var þó bundinn með hjólastól og gat aðeins talað í gegnum talgervil.

En aftur að Neymar. Hann birti mynd á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann minnist Hawking.

Þessi mynd hefur ekki fallið vel í kramið. Á myndinni er Neymar í hjólastól með spelku á fætinum, en við hana skrifar hann: „Þú verður að vera jákvæður og gera það besta úr stöðunni sem þú ert í.
-Stephen Hawking."


Neymar er í augnablikinu frá keppni þar sem hann braut bein í rist og þess vegna er hann með spelkuna á fætinum en þarna vilja margir meina að hann sé að ganga of langt með því að líkja ástandi sínu við ástandið sem Hawking var í.









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner