Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 15. apríl 2018 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Celtic í bikarúrslitin en Kári ekki
Celtic er stærsti klúbburinn í Skotlandi.
Celtic er stærsti klúbburinn í Skotlandi.
Mynd: Getty Images
Celtic er komið í bikarúrslitaleikinn í Skotlandi í enn eitt skiptið. Þessi stærsti klúbbur Skotlands hefur unnið keppnina 37 sinnum og stefnir að því að vinna hana í 38. sinn.

Celtic pakkaði erkifjendum sínum í Rangers saman Hampden Park í undanúrslitleik í dag.

Tom Rogic og Callum McGregor komu Celtic í 2-0 í fyrri hálfleik og tvær vítaspyrnur gerðu út um leikinn í seinni hálfleik.

Lokatölur 4-0 fyrir Celtic sem er sem fyrr segir komið í úrslitaleikinn þar sem liðið mun mæta Motherwell.

Motherwell vann Aberdeen í gær í hinum undanúrslitaleiknum, 3-0. Kári Árnason lék þar allan leikinn fyrir Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner