Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 15. nóvember 2014 17:32
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Plzen
Rosicky: Gylfi er aðal maðurinn
Icelandair
Tomas Rosicky var léttur á fréttamannafundi Tékklands í dag.
Tomas Rosicky var léttur á fréttamannafundi Tékklands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tomas Rosicky, fyrirliði Tékka, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í kvöld fyrir leikinn gegn Íslendingum annað kvöld.

,,Það eru örugglega Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson," sagði Rosicky aðspurður út í lykilmenn Ísland. Hann hló um leið þar sem hann átti í erfiðleikum með að bera íslensku nöfnin fram.

Rosicky mun mæta Gylfa og Aroni Einari Gunnarssyni á miðjunni annað kvöld. ,,Þeir spila báðir á Englandi og þeir eru báðir reyndir. Þetta verður skemmtileg barátta við þá."

Rosicky mætti Gylfa í leik Swansea og Arsenal um síðustu helgi og hann er mikill aðdáandi hans.

,,Hann er aðal maðurinn í íslenska liðinu. Ég skil ekki af hverju hann fór frá Tottenham. Hann spilaði alltaf vel hjá Tottenham. Ég veit ekki hvort hann vildi fara eða hvort Tottenham vildi losa sig við hann. Ég hef alltaf hrifist af honum og hann hefur sýnt öllum í Evrópu að hann er frábær leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner