Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 17. október 2014 14:10
Elvar Geir Magnússon
Guðlaugur Victor: Orð mín voru slitin úr samhengi
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Guðlaugur Victor Pálsson segir á Twitter að lokaorð sín hafi verið slitin úr samhengi í viðtali hjá Hels­ing­borgs Dag­blad í Svíþjóð. Þar var hann að tjá sig um íslenska landsliðið.

„Með fullri virðingu fyrir liðinu, sérstaklega þegar svona vel gengur, þá eru ég og Arnór (Smárason) betri en margir í hópnum. Nú þegar ég er kominn til HIF verður erfitt að horfa framhjá mér þegar næsti hópur er valinn," var haft eftir Guðlaugi Victori.

Hann vitnar í viðtalið á Twitter og segir lokaorðin hafa verið slitin úr samhengi.

„Mín lokaorð voru að ég þarf að sanna mig inni á vellinum og vonast eftir að fá tækifæri aftur með landsliðinu. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum sem eru i hópnum og er stoltur af þeim," skrifaði Guðlaugur Victor.





Athugasemdir
banner
banner
banner