Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 19. september 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deildabikarinn: Liverpool tapaði - Hörður og félagar unnu Stoke
Liverpool er úr leik.
Liverpool er úr leik.
Mynd: Getty Images
Sakho spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Crystal Palace.
Sakho spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Það var dramatík hjá Jóa Berg og félögum.
Það var dramatík hjá Jóa Berg og félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool er úr leik í enska deildabikarnum, Carabao Cup, eftir að hafa tapað gegn Leicester á útivelli í kvöld.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hvíldi flesta lykilmenn sína í kvöld og það kostaði sitt. Shinji Okazaki kom Leicester yfir og félagi hans í sóknarleiknum, Islam Slimani bætti síðan við öðru marki.

Á meðan Liverpool tapaði 2-0 vann Crystal Palace 1-0 sigur á Huddersfield. Sigurmarkið skoraði Bakary Sako, en þetta var fyrsti sigur Roy Hodgson með Crystal Palace.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley gerðu jafntefli gegn Leeds eftir dramatík undir lokin. Þar er framlengt.

Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn Bristol City vel þegar liðið vann úrvalsdeildarlið Stoke 2-0.

Birkir Bjarnason spilaði 90 mínútur í tapi Aston Villa gegn Middlesbrough og West Ham vann 3-0 sigur á Bolton.

Hér að neðan eru úrslit úr leikjunum sem eru búnir.

Leicester City 2 - 0 Liverpool
1-0 Shinji Okazaki ('66 )
2-0 Islam Slimani ('78 )

Brentford 0 - 3 Norwich
0-1 Mario Vrancic ('10 , víti)
0-2 Mario Vrancic ('51 )
0-3 Josh Murphy ('69 )

Wolves 0 - 0 Bristol Rovers (Framlengt)
Wolves vann í framlengingu

Burnley 2 - 2 Leeds (Framlengt)
0-1 Hadi Sacko ('80 )
1-1 Chris Wood ('89 , víti)
1-2 Pablo Hernandez ('90 , víti)
2-2 Robbie Brady ('90 )
Leeds vann í vítaspyrnukeppni

Bristol City 2 - 0 Stoke City
1-0 Famara Diedhiou ('51 )
2-0 Matt Taylor ('61 )

Aston Villa 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Patrick Bamford ('59 , víti)
0-2 Patrick Bamford ('67 )
Rautt spjald: Tommy Elphick, Aston Villa ('57)

West Ham 3 - 0 Bolton
1-0 Angelo Ogbonna ('4 )
2-0 Diafra Sakho ('30 )
3-0 Arthur Masuaku ('90 )

Crystal Palace 1 - 0 Huddersfield
1-0 Bakary Sako ('14 )

Bournemouth 0 - 0 Brighton (Framlengt)
Bournemouth vann í framlengingu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner