Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   mið 20. desember 2017 16:44
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Hefur verið áhugi í Skandinavíu og Englandi
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Samningurinn úti var að renna út og við vildum ekki flytja á nýjan stað og róta meira í lífi barnanna," sagði Birkir Már Sævarsson eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag.

Birkir er með Vals húðflúr og hann var staðráðinn í að ganga aftur til liðs við uppeldisfélagið. „Ég hefði aldrei getað spilað á móti Val," sagði Birkir.

Möguleiki er á að Birkir fari á lán í janúar og fram á vor til að vera í sem besta formi fyrir HM í sumar.

„Það hafa verið smá þreifingar en það er ekkert opinbert. Það hefur verið smá áhugi í Skandinavíu og í Englandi en það hefur ekki komið neitt tilboð ennþá."

„Umboðsmaðurinn er að skoða hvort eitthvað sé áhugavert og við tökum því þegar þar að kemur. Ég er að koma til baka úr viðbeinsbroti og er ekki í 100% leikæfingu núna svo ég veit ekki hversu auðvelt það verður að finna eitthvað."

Birkir hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu og hann ræddi við Heimi Hallgrimsson

„Ég talaði við Heimi fyrir nokkrum mánuðum síðan og við höfum haldið sambandi síðan þá. Hann veit hvar ég stend og ég veit hvar hann stendur. Ég lít þannig á það að ég eigi eins mikinn séns á að komast í landsliðið hér og í Skandinavíu ef ég stend mig vel," sagði Birkir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner