Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 21. apríl 2016 14:32
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Liverpool 
Michael Owen orðinn alþjóðlegur sendiherra Liverpool
Fyrsti alþjóðlegi sendiherra Liverpool lék með Manchester United í þrjú ár.
Fyrsti alþjóðlegi sendiherra Liverpool lék með Manchester United í þrjú ár.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið gerður að fyrsta alþjóðlega sendiherra félagsins. Þetta kom fram í tilkynningu á vefsíðu Liverpool.

Meðal hlutverka Owen verður að hitta stuðningsmenn um allan heim og koma fram fyrir hönd félagsins á hinum ýmsu viðburðum. Owen ólst upp hjá Liverpool og skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir félagið.

„Sem stuðningsmaður Liverpool er ég stoltur og í skýjunum með að hafa verið beðinn um að gegna þessu alþjóðlega hlutverki fyrir félagið," sagði Owen við heimasíðu Liverpool.

„Liverpool FC er besta fótboltafjölskylda heims og það er frábært fyrir mig að geta komið fram fyrir hönd félagsins á nýjan leik."

Ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter fer ráðning Owen ekki vel í marga stuðningsmenn. Spilar þar líklega stórt hlutverk að Owen lék með erkifjendunum í Manchester United árin 2009-2012 og hafa margir átt erfitt með að fyrirgefa honum það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner