Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mán 21. júlí 2014 12:39
Magnús Már Einarsson
Samsung býður Silfurskeiðinni á Stjarnan-Motherwell
Silfurskeiðin í stuði.
Silfurskeiðin í stuði.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Samsung einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar gerir sér grein fyrir mikilvægi stuðnings áhorfenda í leik Stjörnunnar og Motherwell í seinni leik liðana sem fram fer á fimmtudag.

Samsung vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar og hafa því keypt 100 miða á leikinn sem þeir hafa afhent forsvarsmönnum Silfurskeiðarinnar stuðninsmannaliði Stjörnunnar með von um að stemmningin verði sem aldrei fyrr.

Nánari upplýsingar á silfurskeid.in

Almenn miðasala fer fram í Stjörnuheimilinu frá klukkan 17 í dag en einungis er selt í sæti og búast má við að uppselt verði á leikinn.

Stjarnan á góða möguleika á að komast í 3. umferð evrópupukeppninnar en fyrri leikurinn við Motherwell sem fór fram í Skotlandi endaði 2-2. Komist Stjarnan áfram mun félagið mæta annað hvort Nömme Kalju frá Eistlandi eða Lech Poznan frá Póllandi í þriðju umferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner