Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 21. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Tony Pulis: Stoltur af árangrinum
Mynd: Getty Images
Tony Pulis var rekinn frá West Bromwich Albion eftir 4-0 tap á heimavelli gegn Chelsea á laugardaginn.

Pulis er búinn að senda frá sér yfirlýsingu í sambandi við brottreksturinn þar sem segist vera stoltur af árangri sínum með félagið.

„Við höfum afrekað margt á þremur árum og ég er stoltur af því að hafa fengið að stýra West Bromwich Albion," stendur í yfirlýsingu Pulis.

„Ég vil þakka eigendunum, Jeremy Peace og Hr. Lai, stjórnendum félagsins og stuðningsmönnum.

„Undanfarin tímabil hefur markmiðum félagsins verið náð og enduðum við í 10. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, í þriðja skipti sögunnar.

„Ég hef fulla trú á að þessi leikmannahópur geti snúið tímabilinu við og barist um að vera í efri hluta deildarinnar."

Athugasemdir
banner
banner